spot_img
HomeFréttirÍR ingar semja við Sonny Troutman

ÍR ingar semja við Sonny Troutman

15:07

{mosimage}

Bikarmeistarar ÍR hafa samið við Bandaríkjamanninn Sonny Troutman um að leika með liðinu á næsta keppnistímabil. Troutman sem er 22 ára er nýútskrifaður úr Ohio háskólanum þar sem hann lék 4 tímabil með Ohio Bobcats í NCAA deildinni.

Troutman er bakvörður og lék um 29 mínútur að meðtali í leik með Ohio öll 4 árin sín í skólanum og skoraði 10,8 stig en liðið varð um miðja deild í Mid-American riðli NCAA deildarinnar síðstliðið tímabil.Hann er 195 cm hár og 95 kg og var stoðstendingahæstur og með flesta stolna bolta í Mid-American riðlinum. Þá þykir hann fjölhæfur leikmaður, getur leikið flestar stöður og er mjög sterkur varnarmaður. 

Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði í samtali við karfan.is að honum litist vel á leikmanninn. „Hann fékk mjög góð meðmæli frá vini mínum John Rhodes sem er þjálfari liðsins. Ég vænti þess að hann verði sterkur hlekkur í góðu liði”.

[email protected]

Mynd: ohiou.edu

Fréttir
- Auglýsing -