spot_img
HomeFréttirÍR ingar semja við Sani og fá Sigurð

ÍR ingar semja við Sani og fá Sigurð

14:45

{mosimage}

ÍR ingar gengu frá samningum við Frakkann Tahirou Sani sem lék með þeim á síðasta ári. Þá er fyrrum leikmaður félagsins, Sigurður Tómasson, kominn heim aftur eftir að hafa leikið með Þór Þ. og Val undanfarið.

Jón Örn Guðmundsson formaður körfuknattleiksdeildar ÍR sagði að mikil ánægja væri meðal ÍRinga með að vera búnir að ganga frá málum við þessa tvo leikmenn.

Sani lék 12 leiki með ÍR á síðasta tímabili og skoraði 16,5 stig að meðaltali í leik og tók 6 fráköst.

Sigurður hefur leikið 21 leik í Úrvalsdeild og skorað 4 stig. Hann var í hinu alræmda 82 liði ÍR sem háði marga hildina við 82 lið KR í yngri flokkum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -