spot_img
HomeFréttirÍR heldur stingerkeppni við Seljaskóla - Körfurnar komnar á sinn stað

ÍR heldur stingerkeppni við Seljaskóla – Körfurnar komnar á sinn stað

Körfurnar við Seljaskóla eru aftur komnar upp eftir að hafa verið fjarlægðar af borginni þann 17. júní síðastliðinn.

ÍR er samkvæmt færslu félagsins á Facebook gríðarlega þakklátt fyrir þann samtakamátt sem myndaðist í hverfinu þegar það kom að því að koma körfunum aftur heim á lóð Seljaskóla. Hefur ÍR því ákveðið í samstarfi við Honey Nut Cherios að henda í mega stinger dag á morgun við körfurnar góðu.


Keppt verður á morgun fimmtudag 22. júní á lóð Seljaskóla

Keppninni er skipt í nokkra flokka eftir aldri, en skráning fer fram hér

Hérna er viðburðurinn á Facebook

Færsla ÍR af FB:

“Stjórn Körfuknattleiksdeildar ÍR þakkar innilega íbúum, kjörnum fulltrúum og öðrum sem að verkinu komu. Fyrir að leggja sitt á plóginn til að fá körfurnar í Seljaskóla aftur á sinn stað. Við teljum það mikil gleðitíðindi hversu mikið völlurinn er sóttur og ber starfið okkar einnig merki um aukinn áhuga á körfu. Stjórn styður við þær hugmyndir að setja upp notkunar reglur við völlinn og vonast eftir að okkar fólk verði til fyrirmyndar á svæðinu.”

Fréttir
- Auglýsing -