spot_img
HomeFréttirÍR hefur samið við Jón Arnar til tveggja ára

ÍR hefur samið við Jón Arnar til tveggja ára

 ÍR sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem kemur fram að körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Jón Arnar Ingvarsson til tveggja ára.  Jón Arnar þekkir vel til í herbúðum ÍR eins og kemur fram í tilkynningunni en hann starfaði þar sem þjálfari meistaraflokks ÍR frá árinu 2006.  ÍR-ingar binda miklar vonir við ráðningu Jóns og minnast frábærs árangur sem hann náði sem þjálfari liðsins hér á árum áður.  

"Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR hefur samið við Jón Arnar Ingvarsson

um að taka að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samið var til tveggja ára.

Jón Arnar er ÍR-ingum vel kunnugur. Jón Arnar tók við ÍR árið 2006 og gerði

 liðið að bikarmeisturum sama tímabil, sælla minninga. Auk þess sem liðið fór 

í undanúrslit í Iceland Express deild karla tímabilið 2007-2008.

 

Stjórn KKD ÍR fagnar endurkomu Jóns Arnars til félagsins enda mikill fagmaður þar á ferð."

 

 

[email protected]

 
Fréttir
- Auglýsing -