spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÍR hafði betur gegn Stjörnunni í MGH

ÍR hafði betur gegn Stjörnunni í MGH

ÍR lagði heimakonur í Stjörnunni í dag í fyrstu deild kvenna, 40-57. ÍR er því eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar taplausar eftir fyrstu þrjá leikina á meðan að Stjarnan hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum.

Gangur leiks

Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem að varnir beggja liða voru nokkuð sterkar. ÍR einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 9-10. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær svo aðeins í og eru tíu stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 20-30.

Með snörpu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks ná heimakonur að koma muninum niður í fjögur stig, 28-32. Nær komust þær þó ekki í þriðja leikhlutanum, ÍR með sjö stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 31-37. Það var svo ekki fyrr en í seinni hluta fjórða leikhlutans, eða undir lok leiksins, sem ÍR sleit sig almennilega frá. Sigruðu að lokum með 17 stigum, 40 gegn 57.

Tölfræðin lýgur ekki

ÍR frákastaði mun betur en Stjarnan í dag, 75-49. Mikið munaði þar um sóknarfráköst, en ÍR tóku 27 slík í leiknum á móti aðeins 9 Stjörnunnar.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest fyrir Stjörnuna í dag var Jana Falsdóttir með 21 stig og 4 fráköst. Fyrir ÍR var það Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir sem dróg vagninn með 10 stigum og 14 fráköstum.

Hvað svo?

Stjarnan ferðast til Njarðvíkur komandi þriðjudag 19. janúar og ÍR mætir Vestra á Ísafirði laugardaginn 23. janúar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -