Þrír leikir fóru fram í 8-liða úrslitum drengjaflokks í gær. Njarðvíkingar höfðu þá öruggan sigur á Skallagrím 85-54, Fjölnir vann Keflavík örugglega 84-59 og Grindavík lagði KR 81-73.
Ingvi Þór Guðmundsson gerði 40 stig í sigurliði Grindavíkur í gær en Grindavík og ÍR mætast í undanúrslitum drengjaflokks annarsvegar og svo verða það Njarðvík og Fjölnir hinsvegar sem eigast við en báðir leikirnir fara fram þann 7. maí næstkomandi.
Mynd/ [email protected] – Adam Eiður Ásgeirsson til varnar gegn Skallagrím í 8-liða úrslitum drengjaflokks í gær.



