spot_img
HomeFréttirÍR bikarmeistari: Gáfu félaginu veglega afmælisgjöf

ÍR bikarmeistari: Gáfu félaginu veglega afmælisgjöf

00:06 

{mosimage}

Fjölmenni var í Laugardalshöll í dag og fylgdist með ÍR-ingum tryggja sér 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í úrslitaleik Lýsingarbikarsins. Rétt eins og kvennaleikurinn var karlaleikurinn spennandi allt þar til yfir lauk og stemmningin á pöllunum eins og best verður á kosið. ÍR landaði í dag sínum öðrum bikarmeistaratitli og gaf því félaginu veglega afmælisgjöf á 100 ára afmælinu.

          

George Byrd gerði fyrstu körfu leiksins vil gríðarleg fagnaðarlæti í stúkunni en Keith Vassell svaraði í sömu mynt á hinum enda vallarins. Hamar/Selfoss voru sprækari í upphafi leiks en ÍR kom sér fljótt inn í leikinn og komust yfir með góðri baráttu 15-16 eftir körfu frá fyrirliðanum, Eiríki Önundarsyni. Leikhlutanum lauk í stöðunni 15-20 fyrir ÍR en þegar líða tók á fyrsta leikhluta þéttist ÍR vörnin sem skóp þennan mun.

 

Ólafur Sigurðsson kom ÍR í 15-22 og í stöðunni 17-26 tók Pétur Ingvarsson leikhlé fyrir Hamar/Selfoss. Lungann úr 2. leikhluta leiddu ÍR með 7-9 stiga mun en glæsilegur endasprettur Hamars/Selfoss breytti stöðunni í 34-36 fyrir leikhlé eftir þriggja stiga körfu frá Lárusi Jónssyni.

 

Í hvert skipti sem Hamar/Selfoss nálgaðist ÍR tóku þeir bláu góðar rispur og juku muninn að nýju. Friðrik Hreinsson jafnaði metin í 43-43 með þriggja stiga körfu en skömmu síðar kom Eiríkur Öndundarson ÍR aftur á sporið með góðum þrist og staðan 48-51 ÍR í vil. Breiðhyltingar leiddu að loknum þriðja leikhluta 57-62.

 

Fjórði og síðasti leikhlutinn var spennuþrunginn og áhorfendur vel með á nótunum og studdu rækilega við bakið á sínum mönnum. Svo vel að menn áttu bágt með tjáskipti inni á vellinum. Sannkallaður bikarslagur. Enn og aftur var það Friðrik Hreinsson sem reyndi að skjóta Hamri/Selfoss upp að hlið ÍR er hann minnkaði muninn í 63-66 með þriggja stiga körfu en Nate Brown setti annan þrist strax í næstu sókn og staðan því 63-69 fyrir ÍR. Þetta var gangur fjórða leikhlutans. H/S reyndu eftir fremsta megni að jafna en ÍR átti alltaf svar á hinum enda vallarins.

{mosimage}

 

Friðrik Hreinsson var nánast óstöðvandi í síðari hálfleik og kveikti  von hjá H/S er hann minnkaði muninn í 74-78 með þriggja stiga körfur þegar um 50 sekúndur voru til leiksloka. Eiríkur Önundarson fékk svo sína fimmtu villu þegar 45 sekúndur voru til leiksloka og H/S komnir með skotrétt. Byrd fór á línuna og hitti aðeins úr öðru skotinu sínu og staðan því 75-78 fyrir ÍR. Það reyndist nóg því það sem eftir lifði leiks var þetta eltingaleikur upp á villur og snögg skot fyrir H/S og leiktíminn rann því á endanum út í sandinn og ÍR-ingar föngnuðu bikarsigri sínum af miklum krafti og gleði.

 

Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR, hafði því betur í bræðrabyltunni en bróðir hans, Pétur, þjálfari H/S mátti sætta sig við silfrið.

 

Hjá Hamri/Selfoss var George Byrd atkvæðamestur með 24 stig og 15 fráköst. Í liði ÍR var það Nate Brown sem gerði 17 stig og gaf 6 stoðsendingar.

 

Gangur leiksins

6-8, 13-12, 15-20

17-24,24-31, 34-36

38-39,45-46,57-62

60-64,69-76,81-83

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -