spot_img
HomeFréttirÍR bikarmeistari 9. flokk drengja

ÍR bikarmeistari 9. flokk drengja

Í fyrsta leik dagsins í bikarúrslitum yngriflokka mættust Njarðvíkingar og lið ÍR.  ”Gamlir” þungavigtamenn stjórnuðu báðum liðunum en Herbert Arnarsson var með ÍR á meðan Jóhannes Kristbjörnsson hélt í taumana hjá Njarðvíkingum. Í gríðarlega skemmtilegum og kaflaskiptum leik þá voru það ÍR sem stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa skorað 59 stig gegn 54 stigum Njarðvíkinga og þar með fyrsti titill ÍR í yngriflokkum síðan 2002. 
 
1. leikhluti. 
Það gætti taugatitrtings hjá báðum liðum og vissulega spenna hjá drengjunum. En það var Hörður Péturson sem opnaði leikinn með fínu sniðskoti og svo í næstu sókn setur Hákon Hjálmarsson 2 stig og fær víti um leið.  ÍR byrjaði leikinn betur að miklu leiti og en Njarðvíkingar rönkuðu við sér og löguðu stöðuna í 4:6 ÍR þó í vil. Njarðvíkingar virtust vera í smá vandræðum að skapa sér góð færi sóknar megin og voru mörg þriggjastiga skotin sem fóru á loft.  Vörn ÍR að gera sína vinnu en eftir fyrsta leikhluta var leikurinn þó í járnum og staðan 8:10 ÍR í vil. 
 
2. leikhluti
Hákon Hjálmarsson opnaði leikhlutan og huggulegum þrist og kom ÍR í 8:13.   Sóknarleikur Njarðvíkingar fór þó að skána með miklum ágætum og eftir tæpar 3 mínútur í leikhlutanum jafnaði Gabríel Sindri Möller leikinn í 13:13 eftir að hafa sett niður “and 1” víti. Á þessum tímapunkti virtust Njarðvíkingar vera að komast í bílstjórasætið vel studdir af sínum stuðningsmönnum og það var svo Ólafur Bergur Ólafsson sem setti niður víti og kom Njarðvíkinum loksins yfir 14:13. Þarna þótti Herberti Arnarssyni þjálfara ÍR nóg komið og tók leikhlé.  Njarðvíkingar héldu hinsvegar áfram að hamra heitt stálið og voru grimmir í sóknarfráköstunum.  Brynjar Atli Bragason sýndi svo ansi huggulega hreyfingu sem skilaði honum galopið lay up sem hann setti að sjálfsögðu niður. ÍR voru að hitta illa á þessum tímapunkti en hófu svo að sækja fast inn í teig sem skilaði þeim svo á vítalínuna. Það kom svo að því að Haraldur Bjarni Davíðsson setti loksins niður þrist hjá ÍR og kom sínum mönnum yfir 17:16. Áhorfendur voru svo sannarlega að fá eitthvað fyrir pening sinn (þó frítt hafi verið inn) því leikurinn var hnífjafn í hálfleik 25:25 og spenna leikmanna að losna úr læðingi og tilþrif farin að sjást. 
 
3. leikhluti
ÍR hóf leik í seinni hálfleik og eftir langa sókn og tvö sóknarfráköst endaði Ingvar Hrafn Þorsteinsson á vítalínunni og setti bæði vítinn niður.  Gabríel Sindri Möller var svo grimmur hinumegin á vellinum og krækti sér í annað “And 1” og setti að sjálfsögðu vítið niður. Byrjunin á þessum seinni hálfleik lofaði vissulega góðu fyrir framhaldið. Leikurinn hélt áfram að vera í járnum og það sem var að fara illa með ÍR-inga að Njarðvíkingar voru hvað eftir annað að ná sóknarfráköstum. Það sem hinsvegar hjálpaði ÍR var sú staðreynd að Njarðvíkingar voru ekki að nýta sér þetta sem skildi.  Garbríel Sindri hélt þó sínu striki og sótti sterkt á körfu ÍR og uppskar sitt þriðja “And 1” þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og Gabríel Sindri setti vítið , kom Njarðvík í 37:31 og Gabríel komin með 10 stig. Pilturinn var orðin sjóðandi heitur sem setti einnig næstu 5 stig Njarðvíkinga og staðan allt í einu orðin 42:31.  ÍR náðu að laga sína stöðu þegar Hákon Hjálmarsson setti síðustu tvö stig leikhlutans og staðan 46:39 Njarðvíkinga í vil fyrir síðasta fjórðunginn.
 
4. leikhluti. 
Það var svo Hákon Hjálmarsson sem hélt ÍR við efnið og hóf síðasta fjórðung líkt og hann endaði þann þriðja. Brotið á honum í skoti sem hann setti niður og vítið einnig, gríðarlega mikilvæg byrjun hjá ÍR í þessum leikhluta. ÍR-ingar voru komnir í svæðisvörn og Njarðvíkingar hófu að skjóta þriggjastiga skotum sem ekki voru að detta niður. ÍR nýttu sér þetta til fulls og það var Skúli Kristjánsson sem sett niður risa þrist þegar 4 mínútur voru til loka og jafnaði leikinn 51:51. Jói þjálfari Njarðvíkingar tók umsvifalaust leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum.  Sóknarleikur Njarðvíkinga hélt áfram að vera frekar ryðgaður og taugatitringur leikmanna beggja liða fór að segja til sín.  Leikurinn var jafn í stöðunni 51:51 næstu tvær mínúturnar til marks um þann taugatitring.  Það var svo Skúli Kristjánsson sem braut stífluna og setti niður risa þrist og fljótlega eftir það annan tvist og allt í einu ÍR komnir í 5 stiga forystu, 51:56 með aðeins 1:25 mín eftir á klukkunni.  Hákon Hjálmarsson setti svo niður tvö víti í kjölfarið og þar með var sigur ÍR svo gott sem komin í hús. Leikurinn endaði 54:59 ÍR í vil og þeir þar með bikarmeistarar 2014.  Það var svo Skúli Kristjánsson sem var valin maður leiksins en kappinn skoraði 19 stig og tók 7 fráköst og setti niður mikilvægustu stig dagsins á ögurstundu í fjórða leikhluta.
 
Byrjunarlið Njarðvíkur: 
Ólafur Bergur Ólafsson
Rafn Edgar Sigmarsson
Kristinn Helgi Jónsson
Þorbergur Jónsson
Gabríel Sindri Möller
 
Byrjunarlið ÍR: 
Skúli Kristjánsson
Haraldur Bjarni Davíðsson
Ingvar H Þorsteinsson
Hákon Örn Hjálmarsson
Hörður F Pétursson
 
Maður leiksins: Skúli Kristjánsson
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -