spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍR aftur í deild þeirra bestu eftir kjöldrátt á Sindra

ÍR aftur í deild þeirra bestu eftir kjöldrátt á Sindra

Einn leikur fór fram í úrslitum fyrstu deildar karla í kvöld. ÍR lagði Sindra nokkuð örugglega í Skógarseli, 109-75. Með sigrinum tryggði ÍR sér sigur í úrslitaeinvíginu 3-0 og munu þeir því fylgja KR aftur upp í Subway deildina á næsta tímabili

Gangur leiks

Þessi leikur byrjar með hörku og mikilli spennu. ÍR byrjar bara leikinn sterkara og taka 10-0 kafla áður en Sindri tekur leikhlé þegar sirka 5:30 eru eftir, en Sindri kemur sér smátt og smátt tilbaka en ÍR er alltaf skrefinu á undan og þeir klára fyrsta leikhlutan 19-9 fyrir ÍR. Sindri reynir alltaf að minnka muninn en Ír heldur bara áfram að gera sitt verk, þegar það eru 4:43 þá tekur Sindri leikhlé og er undir 39-21. ÍR heldur bara áfram að sækja sterkt á meðan Sindri kemur sér aldrei almennilega inn í leikinn en fyrsti hálfleikur endar 54-33 fyrir ÍR.

ÍR-ingar halda áfram að gera sitt komu bara með sömu hörku inn í seinni hálfleik eins og þeir voru með í fyrri. Sindra menn eru ekki með hausinn alveg inn í leikinn og það lýtur bara út að ÍR ætli bara að klára þetta og koma sér upp í Subway deildina. Þessi fjórði og seinasti leikhluti 1. Deildar er bara ÍR megin og með þessu áfram haldi þá er þetta bara sigur og upp í Subway deildina hjá ÍR. Leikurinn kláraðist 109-75 fyrir ÍR.

Atkvæðasmestir

Hjá ÍR var það Lamar Morgan með 18 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar, á meðan hjá Sindra var það Sameul Prescott með 23 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar.

Hvað svo?

ÍR kemur sér upp úr fyrstu deildinni og í Subway deildina á meðan Sindri heldur áfram í fyrstu deildinni.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -