spot_img
HomeFréttirÍR á sigurbraut eftir sigur gegn Álftanesi

ÍR á sigurbraut eftir sigur gegn Álftanesi

ÍR og Álftanes mættust í Skógarseli þar sem ÍR unnu sterkan heimasigur. 

Eftir leikinn eru liðin jöfn í 5. til 8. Sæti.

Álftanes byrjar leikinn vel og nær 7 stiga forskoti í upphafi leiks, þá er staðan 2 – 9. ÍR vinnur síðan muninn upp og helst leikur jafn út fyrsta hálfleik. Bæði lið taka áhlaup en hvorugu liði tekst að slíta sig frá hinu. Ragnar Nathanaielsson átti góða innkomu í 2. leikhluta fyrir Álftanes. Tómas Orri kom inn fyrir ÍR og setti stór skot.

ÍR-ingar byrja seinni hálfleik betur, en Álftanes er ekki langt undan. Liðin haldast jöfn fram undir lok 4. Leikhluta, en þá setja ÍR-ingar niður mikilvæg þriggja stiga skot sem sigla sterkum sigri í höfn.

Lokatölur 97 -86 ÍR í vil.

Þriggja stiga nýtingin skildi liðin að. ÍR skutu 47% á móti 28% nýtingu Álftnesinga.

Jakob Falko og Dimitrios Klonaras skáru sig úr í liði ÍR og settu hvor sína tvennuna. Falko var með 18 stig og 11 stoðsendingar og Klonaras var með 21 stig og 10 fráköst.

Atkvæðamestir hjá Álftanesi voru David Okeke með 21 stig og Ade Murkey með 19 stig.

Í næsta leik sækir ÍR KR-inga heim á Meistaravelli og Álftanes fá Tindastól í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -