spot_img
HomeFréttirInnlit hjá liðunum í Domino´s deild karla: Stjarnan

Innlit hjá liðunum í Domino´s deild karla: Stjarnan

Teitur Örlygsson situr fyrir svörum í innlitinu í Ásgarð í Garðabæ. Stjarnan fór í undanúrslitin á síðustu leiktíð þar sem þeir með dramatískum hætti létu í minni pokann gegn Grindvíkingum.
Hvaða breytingar hafa orðið á leikmannahópnum hjá ykkur frá síðustu leiktíð? 
Útlendingarnir Keith og Renato farnir og Brian Mills kominn. Einnig fengum við Kjarra til baka og tvo unga stráka, Sæma Vald og Sigurð Dag.
 
Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið hjá ykkur?
Ágætlega, meiðsli hafa sett sterkan svip á september en vonandi verður allt klárt fyrir næsta sunnudag.
 
Hvernig leggst komandi tímabil í þig í Domino´s deildinni?
Mjög vel, menn hafa notað sumarið vel og eru tilbúnir í átök, margir leikir í októbert, þannig að það er eins gott að menn verði klárir.
 
Hvaða lið telur þú að verði sterkust?
Snæfell, KR, Keflavík, Grindavík, Þór, ÍR, það eru mörg flott lið og ég held að þetta verði jafnara en oft áður. Mikið af jöfnum leikjum.
 
Hvaða leikmönnum ert þú spenntur fyrir, hverjir stíga upp?
Hjá okkur er Dagur Kár kominn í stærra hlutverk, hann hefur æft rosalega og hann tekur framförum á hverjum degi finnst manni. Hann hefur nú þegar stigið upp.
 
Keppni í Domino´s deild karla hefst þann 7. október og lýkur fyrstu umferðinni þann 8. október
 
Fyrsta umferðin
 
7. október
Fjölnir-KR
Tindastóll-Stjarnan
KFÍ-Skallagrímur
 
8. október
Keflavík-Grindavík
Snæfell-ÍR
Þór Þorlákshöfn-Njarðvík
 
Fréttir
- Auglýsing -