spot_img
HomeFréttirInn í þjálfarateymi Stjörnunnar

Inn í þjálfarateymi Stjörnunnar

Karl Ágúst Hannibalsson hefur þjálfarateymi Stjörnunnar í Subway deild kvenna, en þar mun hann taka við starfi Auðar Írisar Ólafsdóttur sem sagði starfi sínu lausu nú í Desember. Karl mun þjálfa meistarflokk kvenna með Arnari, en hann mun einnig stýra ungmennaflokksliði Stjörnunnar sem leikur í 1. Deild kvenna.

Karl er reyndur þjálfari sem kemur til félagsins frá Selfossi þar sem hann hefur tekið að sér flest störf, verið bæði aðal- og aðstoðarþjálfari meistaraflokks sem og verið yfirþjálfari yngri flokka. Hann hefur einnig þjálfað meistarflokk kvenna hjá Hamri og þjálfað meistarflokk hjá uppeldisfélagi sínu Hrunamönnum. Þá þjálfaði einnig ungmennalið Aabyhoj í Danmörku þar sem hann og Arnar unnu saman leiktíðina 2011-12.

Fréttir
- Auglýsing -