Chris Caird hefur samið við Napolí í ítölsku úrvalsdeildinni fyrir komandi tímabil, en þar mun hann starfa sem aðstoðarþjálfari.
Félag Napolí er nokkuð ungt í körfubolta. Körfuboltalið þeirra var stofnað 2016 á grunni liðs Basket Napolí sem var til 1946 til 2009. Hafa síðan 2016 stefnt hratt upp á við og verið í efstu deild síðan 2021. Á þessum tíma hefur liðið unnið þrjá bikarmeistaratitla, en tveir þeirra voru fyrir neðri deildir.
Í samtali við Körfuna sagði Chris að hann þekkti aðalþjálfara Napolí Alessandro Magro og að hann hafi kynnt hann fyrir stjórn félagsins sem komi að einhverju leyti frá NBA liði New Orleans Pelicans, en félagið fékk nýlega nýja bandaríska eigendur. Alessandro hafi mælt með honum, hann hafi farið í nokkur viðtöl og að lokum hafi þeir boðið honum starfið. Þá sagði Chris það aldrei hafa verið spurningu hvort hann tæki að sér verkefnið, en ólíkt þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér hjá stórum liðum í Bretlandi og Japan hafi hann nú færi á að hafa fjölskyldu sína hjá sér og mun sonur hans einnig vera hjá yngri flokkum félagsins.



