spot_img
HomeFréttirIngvi Þór til Hauka

Ingvi Þór til Hauka

Haukar hafa fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi átök í Dominos deild karla. Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guðmundsson hefur samið við liðið og mun leika með liðinu út leiktíðina í það minnsta.

Ingvi samdi við lið Dresden Titans í Þýskalandi í sumar en er nú kominn aftur til Íslands og mun leika með Hafnfirðingum.

Í tilkynningu Hauka segir:

Bakvörðurinn Ingvi Þór Guðmundsson skrifaði í dag undir hjá körfuknattleiksdeild Hauka og mun taka slaginn með liðinu þegar Domino‘s deildin fer aftur af stað.Ingvi hefur spilað með liði Grindavíkur undanfarin ár og var á síðustu leiktíð með 14,4 stig að meðaltali, 5,1 frákast og 5 stoðsendingar í leik. Það leynist engum að þarna er hæfileikaríkur leikmaður á ferð og verður hann flott viðbót við Haukaliðið.Við bjóðum Ingva velkominn í Hauka.

Haukar misstu eins of flestir vita Kára Jónsson til Spánar um helgina og því líklega að Ingva sé ætlað hans hlutverk í liði Hauka.

Fréttir
- Auglýsing -