spot_img
HomeFréttirIngvar til Njarðvíkur

Ingvar til Njarðvíkur

 

Fyrrum þjálfari Íslandsmeistara Hauka, Ingvar Guðjónsson, hefur samið við Njarðvík um að taka við yngri flokkum þar fyrir næsta tímabil. Mun Ingvar þjálfa lið 7. og 9. flokks stúlkna.

 

Þð kom einhverjum á óvart að Ingvar skyldi hætta með Hauka eftir að hafa unnið þann stóra á síðasta tímabili, en við honum tók Ólöf Helga Pálsdóttir. Samkvæmt félaginu eru þetta stór tíðindi fyrir Njarðvík og bjóða þau hann innilega velkominn.

Fréttir
- Auglýsing -