spot_img
HomeFréttirIngvar ráðinn aðstoðarþjálfari Haukakvenna

Ingvar ráðinn aðstoðarþjálfari Haukakvenna

Ingvar Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks Haukakvenna og tekur við starfinu af Henning Henningssyni. Haukar.is greina frá.
 
Á heimasíðu Hauka segir:
 
Ingvar sem er uppalinn Haukamaður hefur staðið sig gríðarlega vel við þjálfun yngri flokka kvenna á undanförnum árum og byggt upp gríðarsterkan hóp yngri leikmanna sem m.a. urðu tvöfaldir meistarar á síðasta keppnistímabili.
 
Um leið og Ingvar er boðinn velkominn til starfa er Henning Henningssyni þökkuð góð störf fyrir Hauka en Henning hefur ákveðið að starfa í meistaraflokksráði kvenna á næsta keppnistímabili 
 
Mynd/ Ingvar ásamt liðsmönnum úr U18 ára liði Íslands á Norðurlandamótinu í Solna fyrr á þessu ári.
  
Fréttir
- Auglýsing -