spot_img
HomeFréttirIngvar: Get voða lítið sagt núna

Ingvar: Get voða lítið sagt núna

Ein stærsta körfuspurning dagsins er hvort landsliðskonan Helena Sverrisdóttir verði með Haukum í öðrum leik úrslitanna í Stykkishólmi í kvöld. Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka sagðist voðalega lítið geta sagt núna í morgunsárið.

„Hún er bara búin að vera í meðferð um helgina og er að fara til sjúkraþjálfara á eftir í skoðun og mat,“ sagði Ingvar svo einhver bið er enn eftir niðurstöðu um hvort Haukum takist að tefla Helenu fram í kvöld. 

Helena lék aðeins 23 mínútur í fyrsta leiknum áður en hún varð að fara af velli vegna meiðslanna en þá hafði hún gert 17 stig, tekið 16 fráköst, gefið 5 stoðsendingar og stolið 2 boltum! 

Mynd/ Axel Finnur

Fréttir
- Auglýsing -