spot_img
HomeFréttirIngunn Embla semur við Keflavík

Ingunn Embla semur við Keflavík

 Ingunn Embla Kristínardóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Keflavík. Ingunn er ein af uppöldu leikmönnum Keflavíkur sem kemur af “færibandi” þeirra í kvennastarfinu en hún lék lítið sem ekkert með liðinu á afstöðnum vetri vegna barnsburðs.  Ingunn sprakk út nánast á sínu fyrsta tímabili með Keflavík tímabilið 20012-2013 þegar Keflavík tryggði sér alla titla sem í boði voru það tímabilið. 
 
Mynd: Falur Harðarson formaður KKd. Keflavíkur með Ingunni við undirskriftina.
Fréttir
- Auglýsing -