spot_img
HomeFréttirIngunn Embla og Ingibjörg frá næstu vikur

Ingunn Embla og Ingibjörg frá næstu vikur

 

Leikmenn Grindavíkur, þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, eru báðar meiddar og verða að öllum líkindum frá næstu 2 vikurnar. Ingibjörg er með brotið rifbein eftir að hafa meiðst í leik um meistara meistaranna. Ingunnn er úlnliðsbrotin eftir að hafa sett hann fyrir sig við fall á æfingu á mánudaginn síðastliðinn, en brot hennar mun þurfa að skoða aftur eftir 2 vikur og verður þá ákveðið af lækni hvort hún þarf að fara í aðgerð á honum eða ekki.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -