spot_img
HomeFréttirIngram hættur hjá Ármenningum

Ingram hættur hjá Ármenningum

13:18
{mosimage}

(Ingram í leik með Ármanni gegn Haukum í 1. deildinni) 

Miðherjinn Maurice Ingram er hættur með 1. deildarliði Ármanns en þetta staðfesti Pétur Ingvarsson þjálfari liðsins í samtali við Karfan.is. ,,Við fréttum af þessu um 20 mínútum fyrir æfingu í gærkvöldi,” sagði Pétur en Ármenningar eiga í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppni 1. deildar.  

Pétur sagði ennfremur við Karfan.is að nú væri verið að skoða framhaldið en ekki væri ákveðið hvort liðið myndi klára leiktíðina kanalausir eða fá til liðs við sig nýjan mann. ,,Þetta er ekki ásættanlegt en hann gerir bara það sem hann gerir. Reyndar sinnti Ingram því vel sem ég lagði fyrir hann og það var ekki mikið. Ég lét hann reyndar hlaupa aðeins á æfingum og það gæti hafa verið of mikið fyrir hann,” sagði Pétur sposkur en hann hafði ekki vitneskju um hvort Ingram væri kominn með samning við annað lið eða hvort leikmaðurinn væri yfir höfuð ennþá á landinu. 

Ingram lék 7 leiki með Ármanni og gerði í þeim 19,4 stig að meðaltali en hann tók alls 94 fráköst í þessum 7 leikjum.

[email protected]  

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -