spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaIngibjörg Jakobsdóttir með Grindavík næstu tvö árin

Ingibjörg Jakobsdóttir með Grindavík næstu tvö árin

Nýliðar Grindavíkur í Dominos deild kvenna hafa samið við leikstjórnandann Ingibjörgu Jakobsdóttur um að leika með liðinu næstu tvö árin.

Grindavík lagði Fjölni í úrslitum fyrstu deildarinnar síðastliðið vor og kemur aftur upp í deild þeirra bestu eftir tveggja ára dvöl í neðri deildinni. Þar var Ingibjörg einn lykilleikmanna liðsins, skilaði 12 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í 24 leikjum með liðinu.

Lengst af hefur Ingibjörg leikið með uppeldisfélagi sínu í Grindavík, fyrir utan tvö ár, 2011-2013, þegar hún lék með Keflavík. Þá hefur hún leikið 16 leiki með A landsliði Íslands, síðast árið 2016.

Fréttir
- Auglýsing -