spot_img
HomeFréttirIngibjörg í Keflavík: Þurfti nýja áskorun

Ingibjörg í Keflavík: Þurfti nýja áskorun

 
Bakvörðurinn öflugi Ingibjörg Jakobsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Keflavík í Iceland Express deild kvenna. Ingibjörg er uppalinn Grindvíkingur og klæðist því í fyrsta sinn á ferlinum öðrum búning en þeim gula. Ingibjörg sagði viðskilnaðinn við Röstina ekki af illu kominn heldur þyrfti hún á nýrri áskorun að halda.
,,Þetta var spennandi og ég þurfti á því að halda sem og nýrri áskorun,” sagði Ingibjörg sem í nóvember á síðasta ári sleit krossbönd í vinstra hné og lék ekkert meira með Grindavík það tímabil.
 
Aðspurð hvort eitthvað hefði komið upp á hjá uppeldisfélaginu sem orsakaði vistaskiptin sagði hún ekki svo vera. ,,Alls engin leiðindi, ég þurfti nýja áskorun og þegar þetta kom upp á borðið sló ég til,” sagði Ingibjörg sem á fjölmarga landsleiki á bakinu með yngri landsliðum Ísland og þá var hún einnig búin að stíga sín fyrstu skref með A-landsliði Íslands.
 
Grindvíkingar verða því fyrir enn einni blóðtökunni en þegar hefur verið greint frá því að Jovana Lilja Stefánsdóttir flytjist brátt til Þýskalands og muni því ekki leika með gulum næsta tímabil.
 
Ljósmynd/ Ingibjörg í leik með Grindavík gegn Keflavík.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -