spot_img
HomeFréttirIngibjörg Elva: Við ætlum að taka þetta

Ingibjörg Elva: Við ætlum að taka þetta

07:00

{mosimage}

Klukkan 17:00 í dag hefst fyrsti leikur Keflavíkur og Hauka í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir fyrirliða Keflavíkur er bjartsýn fyrir einvígið og telur sitt lið vera í stakk búið að leggja Haukana.

,,Við töpuðum fyrir þeim í fyrra þannig að við ætlum að taka þetta núna,” sagði Ingibjörg en Keflavík tapaði fyrir Haukum í öllum úrslitaleikjum siðasta árs.

Ingibjörg er ánægð með spilamennsku síns liðs og telur að það sé að toppa á réttum tíma. ,,Við höfum verið að spila upp og ofan í vetur en síðustu leikir lofa góðu þar sem við höfum verið mjög góðar þannig að þetta er allt að koma,” sagði Ingibjörg að lokum en leikur Keflavikur og Hauka hefst kl. 17:00.

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -