spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Við verðum klárir í fyrsta leik

Ingi Þór: Við verðum klárir í fyrsta leik

,,Ég er ánægður með sigurinn þrátt fyrir að hann færi okkur ekkert ofar í töflunni.  Það er mikilvægt að fara með sigur inn í úrslitakeppnina og við þurftum heldur betur að hafa fyrir honum.  Þetta Njarðvíkurlið er mjög gott og vel spilandi og vel þjálfað,” sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir spennusigur gegn Njarðvík í kvöld.
 
,,Eftir að hafa verið undir 55-65 undir lok þriðja leikhluta var ég mjög ánægður með mína menn og baráttuna sem við náðum upp, skorum 19-2 og komum okkur í bílstjórasætið 74-67.  Með klaufahætti gerum við þetta svo aftur að leik þar sem Njarðvík gátu jafnað með 8 sekúndur eftir á klukkunni. Svona er baráttan og ég held að bæði lið eigi eftir að spila betur þegar við mætumst í 8-liða úrslitunum,” sagði Ingi Þór sem gat ekki telft Ólafi Torfasyni fram í kvöld.
 
,,Við þurfum að spila betur, já það er klárt.  Óli Torfa var að taka á móti frumburðinum og óskum við honum og Kollu til lukku með það allt saman, en þetta snýstu um liðsheildina og hvað við ætlum að fá frá hverjum og einum innan þess. Nú förum við vel yfir okkur sjálfa og sjáum hvað við getum bætt frá leiknum í kvöld, við verðum klárir í fyrsta leik gegn góðu Njarðvíkurliði.”
  
Fréttir
- Auglýsing -