spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Valsarar hafa verið með yfirhöndina og spilað betur en Keflavík

Ingi Þór: Valsarar hafa verið með yfirhöndina og spilað betur en Keflavík

 

Keflavík tekur í kvöld á móti Val í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna. Valskonur leiða einvígið 2-0 og sigur í kvöld færir þeim sæti í úrslitum deildarinnar en Keflvíkingar eiga titil að verja sem ríkjandi Íslandsmeistarar. Valur vann fyrsta leikinn úti í Keflavík 77-88 og annan leikinn 87-80 í Valshöllinni. Vinni Valur í kvöld eru þær komnar í úrslit en vinni Keflavík fer fjórði leikurinn fram í Valshöllinni þann 13. apríl.

 

Karfan spjallaði við þjálfara Snæfells, Inga Þór Steinþórsson um leik kvöldsins.

 

 

Hvað er að fara að gerast í leik kvöldsins?

"Leikurinn í kvöld verður harður enda mikið undir. Keflavík þurfa að svara góðum leik Valsstúlkna sem hafa gert mjög vel í þessu einvígi.  Sverrir þarf að ná fram betri varnarleik hjá sínum dömum og koma Valsstúlkum úr jafnvægi á þeim enda.  Sóknin mun verða auðveldari fyrir vikið þar sem styrkleiki Keflavíkur eru hraðar sóknir og þær hlaupa völlinn allra liða best í deildinni. Frákasta baráttan, sem hefur verið Valsara, þurfa Keflavíkurstúlkur að snúa sér í vil til að vinna"

 

 

Hvernig finnst þér þetta einvígi hafa spilast?

"Valsarar hafa verið með yfirhöndina og spilað betur en Keflavík, þrátt fyrir að þær hafa átt sín run, þá hafa Valsstúlkur verið betri aðilinn og eru sanngjarnt yfir 2-0"

 

Á Keflavík einhvern möguleika að koma til baka?

"Keflavík á alla þá möguleika sem þær hafa áhuga á að koma tilbaka, þær kunna að vinna leiki og hvar er betra að gera það en á heimavelli.  Með grimmum varnarleik og elju í fráköstum þá vinna þær næsta leik.  Valsstelpur munu hinsvegar halda sér við sitt leikplan og eru mjög einbeittar að klára seríuna í Keflavík"

Fréttir
- Auglýsing -