spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Skulduðum fólki það að standa okkur

Ingi Þór: Skulduðum fólki það að standa okkur

„Haukarnir geta farið mjög stoltir fá þessu einvígi. Þó að þeir hafir verið með eitt, tvö, þrjú eða fjögur pör að stoppa okkur þá vorum við sjálfum okkur verstir í fyrstu tveimur leikjunum. Við vorum bara á hælunum og með vanvirðingu fyrir sjálfum okkur og mótherjanum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leik.
„Við fórum vel yfir þetta milli leikjanna og leikurinn sem við sýndum í dag var klassa betri en hinir leikirnir. Haukarnir fylgdu með og sýndu klassa leik hérna líka, frábær frammistaða og ég held að það hafi enginn verið svikinn að horfa á þennan leik. Þetta var skemmtilegur leikur og skemmtilegasti leikurinn.“
 
„Við vorum mjög einbeittir, mjög einbeittir að gera betur og við skulduðum því fólki sem fylgdi okkur inn í Hafnarfjörð og þeim sem komu hér í kvöld það að standa okkur og það er það sem við ætluðum að gera. Við vissum að ef það kæmi góður kraftur þá færi þetta að smella saman og við vorum virkilega á góðu gasi hérna í dag. Þetta er Snæfellsliðið sem ég þekki,“ sagði Ingi Þór um Snæfellsliðið sem spilaði töluvert betur í leiknum en þeir hafa gert í undanförnum leikjum.
 
„Við erum að fara í undanúrslit en fyrsta umferðin er alltaf erfið og það geta óvæntir hlutir komið upp á eins og við vorum að stefna í. En að komast í undanúrslit er flottur árangur og nú getur allt gerst. Það eru fjögur lið sem fara áfram og það eru allt flott lið. Það er ósanngjarnt að segja að við séum sterkastir, við þurfum að hafa mikið fyrir því sem við ætlum að gera,“ sagði Ingi um framhaldið en ljóst er að þeir munu mæta liði Stjörnunnar sem sigraði Grindavík í kvöld.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -