spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Skil ekki niðurstöðuna

Ingi Þór: Skil ekki niðurstöðuna

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells skilur ekki niðurstöðu meirihluta aga- og úrskurðarnefndar í máli Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur. Ingi sagði í snörpu samtali við Karfan.is í dag að niðurstaðan gæfi leikmönnum í raun hugmynd um að það væri í lagi að sveifla olnboganum nokkuð frjálslega.
 
 
„Niðurstaðan er ekki samkvæmt því sem maður sá á myndbandinu. Ég skil ekki niðurstöðuna en það ber auðvitað að virða niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar. Ég er mjög hissa á þessari niðurstöðu og flestir sem ég ræddi við voru aðeins að velta því fyrir sér hversu margir leikirnir yrðu í bann. Þetta gefur leikmönnum í raun hugmynd um að það sé í lagi að sveifla olnboganum mjög frjálslega,“ sagði Ingi.
 
Ingi Þór fagnaði breytingunni á síðasta ársþingi sem heimilaði Dómaranefnd KKÍ til að skjóta málum til aga- og úrskurðarnefndar:
 
„Öll hljótum við að vilja sjá bara almennilegan körfubolta og með þessari heimild væri hægt að taka á svona málum sem enginn vill sjá í körfubolta né annari íþrótt. Mér finnst því úrskurður aganefndar sorglegur fyrir hreyfinguna burt séð frá því hvaða leikmaður, félag eða eitthvað annað var um að ræða.“
 
Tengt efni:
  
Fréttir
- Auglýsing -