spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Skák þjálfaranna verður forvitnileg

Ingi Þór: Skák þjálfaranna verður forvitnileg

Ingi Þór Steinþórsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með Snæfell, hefur trú á því að sá stóri fari á loft í Domino´s-deild karla í kvöld. Karfan.is heyrði stuttlega í Inga Þór um viðureign fjögur hjá Haukum og KR í úrslitum sem fram fer í Schenkerhöllinni í kvöld.

„Ég hef trú á því að titilinn fari á loft í kvöld, Haukarnir gerðu vel í síðasta leik að sigra en ég held að þeir hafi á sama tíma ýtt vel við KR-ingum sem koma mjög einbeittir til leiks í kvöld.  Skák þjálfarana verður einnig forvitnileg og hvort að Haukarnir geti komið með eitthvað óvænt fyrir KR-ingana til að leysa.  Ég vonast eftir æsispennandi leik sem mun bjóða uppá allt sem okkar fagra íþrótt hefur uppá að bjóða.“

Fréttir
- Auglýsing -