Það var hins vegar annar leikur og allt annar varnarleikur í liði Snæfells í kvöld. "Við gerðum mjög vel varnarlega í dag, mér fannst Marquis vera alveg frábært hérna í dag. Sýnir hversu megnugur hann er. Mér fannst við vera betra liðið".
Þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leiknum og forskot Snæfellinga 2 stig fékk Jón Ólafur Jónsson sína fimmtu villu og í sömu skiptingu fór Quincy Hankins-Cole útaf vegna meiðsla. Það fór því um marga stuðingsmenn Snæfells að þarna færu stigin tvö.
" Nei nei, auðvita vissi ég að það yrði erfiðara. Hann spilaði hérna á annari löppinni troðandi yfir menn. Ég skil ekki alveg hvernig hann fer að því en einhvernveginn gerir hann það. Hann var meiddur á mánudaginn líka og hefur ekkert æft síðan á mánudaginn. Miðað hvernig æfingarnar voru á milli leikjanna þá átti ég von á því að við fengjum skell hérna. Við vorum bara ekki með æfingar, bara recovery og svoleiðis. Ég er mjög stoltur af því og núna erum við bara komnir í algjöran graut þarna með liðunum fyrir ofan okkur. Þetta var bara alveg gríðarlega mikilvægur leikur og núna erum við 2-0 yfir á móti KR innbyrðis. Ég er stoltur af liðinu. Það er alltaf gott að koma í KR-heimilið og liðin eru alltaf sterk hérna. Þetta er oft svona að þegar bikarleikir og deildarleikir eru saman þá skiptast liðin á því, einhverja hluta vegna án þess að ætla að gera. Maður vill þetta svo mikið að maður hefði viljað báða leikina. Hinn leikurinn var um keppni en keppnin er þannig í deildinni að þessi sigur var ekkert síðri en í bikarkeppninni".