spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaIngi Þór kynntur sem nýr þjálfari KR

Ingi Þór kynntur sem nýr þjálfari KR

Ingi Þór Steinþórsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá KR en hann tekur við stýrinu af Finn Frey Stefánssyni sem unnið hefur Íslandsmeistaratitil fimm ár í röð. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi nú í hádeginu. Samningur Inga Þórs er til fjögurra ára. 

 

Ingi Þór hefur þjálfað bæði lið Snæfells frá árinu 2009 og gerði kvennaliðið að þreföldum Íslandsmeisturum auk þess sem karlalið félagsins varð einu sinni Íslandsmeistari. Hann hefur því náð mögnuðum árangri í Stykkishólmi og því stórt skarð hoggið í lið Snæfells. 

 

Ingi er uppalinn KRingur og var aðalþjálfari meistaraflokks karla síðast árið 2004. Hann varð meistari með KR árið 2000 og þekkir félagið því út og inn. Auk þess var hann aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar árið 2009 hjá KR er liðið varð meistari. 

 

Nokkrar breytingar eru fyrirsjáanlegar hjá KR en Brynjar Þór Björnsson hefur samið við lið Tindastóls og Darri Hilmarsson er í pásu frá körfubolta. Á blaðamannafundi í dag var tilkynnt að Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hefðu endurnýjað samninga sína við liðið. 

 

Fréttir
- Auglýsing -