Annað tímabilið í röð var Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells útnefndur þjálfari ársins í Domino´s-deild kvenna. Síðustu tvö tímabil hefur hann stýrt kvennaliði félagsins í átt að Íslandsmeistaratitli og eftir að sá stóri hefur farið á loft í Hólminum hafa Snæfellingar mátt sjá á eftir gríðarlega sterkum leikmönnum.
Á þarsíðustu leiktíð varð Snæfell Íslandsmeistari og þá sögðu Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Eva Margrét Kristjánsdóttir skilið við Snæfell. Nú eftir annan titilinn í röð venda þær Hildur Sigurðardóttir og Alda Leif Jónsdóttir kvæði sínu í kross.
Viðtal við Inga Þór Steinþórsson – þjálfara ársins í Domino´s-deild kvenna
Mynd/ Jón Björn – Hólmarar fóru klyfjaðir verðlaunum af lokahófi KKÍ í gær.



