spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Fiskifýlan er farin úr Þorlákshöfn

Ingi Þór: Fiskifýlan er farin úr Þorlákshöfn

Þorsteinn Eyþórsson greip Inga Þór Steinþórsson þjálfara Snæfells glóðvolgan eftir sigur Hólmara á Þór Þorlákshöfn í kvöld. Snæfell jafnaði einvígið í 1-1 og því verður oddaleikur í Þorlákshöfn á fimmtudag.
Þetta var aftur jafn og spennandi leikur í kvöld, en núna höfðuð þið sigur. Hvað var það sem gerði gæfumuninn í kvöld?
 
„Það var smá blettur í þessum leik í kvöld, við vorum komnir í 73 stig í kvöld og með þægilega forystu eins og í síðasta leik og þá fraus aftur hjá okkur sóknarleikurinn en í þetta sinn þá héldum við áfram og kláruðum þetta, enda á heimavelli. Okkur líður gríðarlega vel hérna og ég er ánægður með að við hættum ekki og settum stóru skotin þegar á reyndi. Marquis Hall stýrði þessu ljómandi vel. Stuðningur áhorfenda var ómetanlegur, þetta er það mesta sem ég hef séð í langan tíma og það er erfitt að gefast upp og fara í sumarfrí fyrir framan svona mikið af fólki. Ég vona að Hólmarar nýti páskafríið sitt í að koma og styðja okkur í Þorlákshöfn. Fiskifýlan er farin úr Þorlákshöfn og þar er fallegt og gaman að koma,“ sagði Ingi þór léttur í bragði.
Mynd og viðtal/ Þorsteinn Eyþórsson
  
Fréttir
- Auglýsing -