spot_img
HomeFréttirIngi Þór fær einn leik í bann: Gengið á ýmsu í Hólminum

Ingi Þór fær einn leik í bann: Gengið á ýmsu í Hólminum

 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari kvennaliðs Snæfells hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Háttsemi þjálfararns í viðureign KR og Snæfells um síðustu helgi er ástæða dómsins en í leiknum fékk Ingi dæmdar á sig tvær tæknivillur.
Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 1/2011-2012
„Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ingi Þór Steinþórsson – Snæfelli, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Snæfells í mfl. kvk. sem fram fór þann 23. október 2011,“ segir í dómsorðum. Bannið tekur gildi á morgun, fimmtudag.
 
Gengið hefur á ýmsu hjá Hólmurum í upphafi leiktíðar og hófst hamagangurinn þegar Valur kærði Snæfell í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Valur vann kæruna og var dæmdur 20-0 sigur.
 
Fyrsti tapleikur karlaliðsins í Iceland Express deildinni kom svo í Þorlákshöfn í síðustu umferð þar sem Hólmarar sögðu farir sínar ekki sléttar. Þór vann leikinn á flautukörfu og voru Snæfellingar ekki par sáttir með niðurstöðuna og töldu að leikurinn hefði verið gangsettur við ósæskilegar aðstæður. Þær aðstæður hefðu verið þannig að leikurinn hefið verið gangsettur á meðan annar dómari leiksins var að ræða við ritaraborðið og hefði sá ekki séð síðustu sókn leiksins.
 
Þá lét Snæfell Brandon Cotton fara frá félaginu og kappinn þegar kominn í 1. deild til liðs við Hamar og von á nýjum leikmanni í Stykkishólm í stað Cotton. Þá vill svo til að Snæfell er í riðli með Tindastól og Stjörnunni en það er eini þriggja liða riðillinn í Lengjubikar karla. Breiðablik dró lið sitt úr keppni sökum álags á unga leikmenn liðsins.
 
Það hefur því gengið á ýmsu í Hólminum svona í upphafi leiktíðar.
 
Fréttir
- Auglýsing -