spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Alls ekki ósanngjarnt ef við hefðum unnið

Ingi Þór: Alls ekki ósanngjarnt ef við hefðum unnið

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sagði tilfinningarnar blendnar eftir tapið gegn Skallagrím í framlengdum háspennuleik. Hann sagðist vera gríðarlega stoltur af sínu liði þrátt fyrir tapið þar sem engu munaði að Snæfell næði í sinn fyrsta sigur. Hann vonaðist til þess að sínir menn tækju góða frammistöðu úr leiknum en ekki vafaatriði í dómgæslu eða öðrum hlutum. Ingi Þór sagði sína menn ætla að selja sig dýrt í síðustu leikjum deildarinnar og menn væru ekkert að velta því mikið fyrir sér þó fallið úr Dominos deildinni væri orðið að staðreynd. 

 

Viðtal við Inga má finna í heild sinni hér að neðan:

 

 

Viðtal / Snæþór Bjarki Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -