spot_img
HomeFréttirIngi Þór áfram í Hólminum

Ingi Þór áfram í Hólminum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur síðustu vikur verið að fara yfir málin. Stjórnin vildi tryggja að þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson yrði áfram við störf á báðum liðum félagsins. Ingi Þór á eftir eitt ár af samningi sem skrifað var undir vorið 2013, en stjórn félagsins vill bæta við samninginn og því hefur Ingi Þór áframhaldandi traust stjórnar til að byggja ofan á það starf sem hann hefur unnið í Stykkishólmi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá KKD Snæfells.

 

Vinna í leikmannamálum er á frumstigi og mun fara á fullt á næstu dögum þar sem vitað er að breytingar munu verða á leikmannahóp beggja liða en upplýst verður um þau mál síðar, segir ennfremur í tilkynningu Hólmara. 

Fréttir
- Auglýsing -