spot_img
HomeFréttirIngi Þór að taka við KR?

Ingi Þór að taka við KR?

Þjálfaraleit KR virðist vera á enda en Ingi Þór Steinþórsson mun taka við meistaraflokk KR hjá félaginu og stýra því í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Þetta herma staðfestar heimildir Karfan.is en samningur verður formlega undirritaður á næstu dögum. 

 

Ingi Þór hefur þjálfað bæði lið Snæfells frá árinu 2009 og gerði kvennaliðið að þreföldum Íslandsmeisturum auk þess sem karlalið félagsins varð einu sinni Íslandsmeistari. Hann hefur því náð mögnuðum árangri í Stykkishólmi og því stórt skarð hoggið í lið Snæfells. 

 

Ingi er uppalinn KRingur og var aðalþjálfari meistaraflokks karla síðast árið 2004. Hann varð meistari með KR árið 2000 og þekkir félagið því út og inn. Auk þess var hann aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar árið 2009 hjá KR er liðið varð meistari. 

 

Nokkrar breytingar eru fyrirsjáanlegar hjá KR en Brynjar Þór Björnsson hefur samið við lið Tindastóls og Darri Hilmarsson er í pásu frá körfubolta. Liðið talaði um að þetta væri endalok hjá þessum kjarna leikmanna en óljóst er hvort fleiri leikmenn yfirgefi liðið eða taki slaginn á ný. Ljóst er að nýr þjálfari gæti þurft að fara í nokkra endurnýjun á liðinu. 

 
Fréttir
- Auglýsing -