spot_img
HomeFréttirIngi: Þessi sigur gefur okkur mikið

Ingi: Þessi sigur gefur okkur mikið

,,Þetta var mjög jákvæður sigur fyrir okkur og gefur liðinu mikið sjálfstraust fyrir átökin framundan. Það er rúmlega heil umferð eftir og sextán stig í pottinum sem við ætlum að berjast um,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells sem í gærkvöldi lagði Keflavík í Iceland Express deild kvenna. Með sigrinum halda Hólmarar sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.
,,Liðið kom sterkt til leiks og settum við tóninn strax í upphafi um hvað koma skyldi. Keflavík er gott lið sem sótti mjög hart að okkur með Pálínu sjóðandi heita. Ég er mjög sáttur með sigurinn eftir frekar erfiða tapleiki að undanförnu í deildinni og gefur þessi sigur okkur mikið,“ sagði Ingi sem var ánægður með nýja leikmanninn Jordan.
 
,,Liðið í heild var að funkera flott en ,,Ky“ hefur þó leikið betur fyrir okkur. Íslensku stelpurnar voru í fínum gír en innkoma Jordan var mögnuð og er ég alveg til í fleiri svona leiki frá henni. Hún er alhliða leikmaður sem getur flakkað á milli leikstaða þannig að hún bætir liðið alveg helling.“
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -