spot_img
HomeFréttirIngi: Það gerðust kraftaverk hér

Ingi: Það gerðust kraftaverk hér

Snæfell er komið yfir 2-1 í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna eftir sigur á Val í kvöld. Gegn öllum líkum mætti Chynna Unique Brown til leiks þrátt fyrir meiðsli og talaði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells um það eftir leik að kraftaverk hefðu sannarlega gerst í málum Brown. 
Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals.
„Mér fannst við láta skapið hlaupa með okkur. Við vorum pirraðar yfir að fá ekki eitthvað dæmt í byrjun og það fór í skapið á okkur, við skorum ekki og það fór í skapið á okkur. Við missum þar með alla einbeitingu og Snæfellsliðið fær ódýrar körfur sem koma þeim í góða stöðu snemma í leiknum. Við komum svo í seinni hálfleikinn og seljum okkur dýrt og vinnum hann. Við vorum bara búnar að grafa okkur of stóra holu í fyrri hálfleik og misstum alla sýn á það sem við vorum búnar að einbeita okkur að. Chynna Brown gefur þeim [Snæfelli] auðvitað sjálfstraust og hitti úr sex eða sjö fyrstu skotum sínum. Snæfellsliðið er bara með það góða leikmenn að það stendur og fellur ekkert með kananum þeirra en við þurfum að gera betur. Næsti leikur er ekki á morgun heldur hinn og við förum yfir þetta kvöld og komum dýrvitluasar í næsta leik og berjumst virkilega fyrir oddaleik.”
 
Ingi Þór Steinsþórsson þjálfari Snæfells.
“Við spiluðum af miklum og góðum krafti hér í dag og við trúum á kraftaverk og það gerðust kraftverk hér þannig að Chynna var tilbúin að spila með okkur og ég var skíthræddur við að nota hana en hún spilaði óaðfinnanlega hér í fyrri hálfleik. Við fengum fullt sjálfstraust í leiknum og erum gríðalega ánægðar með að ná að vera komin yfir 2-1.”
 
Nú hefur verið umræða um af hverju liðum er ekki leyft að skipta um erlenda leikmenn í úrslitakeppni þegar sú staða kemur upp að meiðsli koma í veg fyrir frekari þátttöku, mönnum finnst þetta hart sérstaklega þegar þessi staða kemur upp en eru ekki að velta þessu eins mikið fyrir sér þegar allt er i lagi. Hvað finnst þér um þetta?
 
“Við hefðum alvarlega skoðað að taka inn erlendan leikmann eins og staðan var í gær en eins og hún er núna þá gerum við það ekki. Engu að síður eru það félögin sem stýra þessu ekki KKÍ. Það eru félögin á landinu sem kjósa á þinginu. Þannig að það eru félögin sem þurf að hugsa sinn gang og vita hvað þau eru að gera þegar þau fara á ársþingið. Ég hef alla þjálfara með mér þegar að þessu kemur og skil hvað félögin eru að gera en þetta er bara alltaf leiðinleg staða þegar hún kemur upp og enginn vill lenda í.”
 
Viðtöl: Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -