Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur kveðið upp sinn dóm og niðurstaðan sú að þjálfararnir Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ og Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells þurfa að taka út eins leiks bann. Hér má sjá úrskurðarorð nefndarinnar í málum Inga og Birgis:
Úrskurður nr. 27/2014-2015.
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Birgir Örn Birgisson, þjálfari KFÍ, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar eftir leik Breiðabliks og KFÍ í 1. deild karla, sem leikinn var þann 6. mars 2015.
Mál nr. 28/2014-2015:
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Snæfells og Hauka í Dominos-deild kvenna, sem leikinn var 15. mars 2015″.
Úrskurðirnir taka gildi á hádegi á fimmtudag.
Frá þessu er greint á www.kki.is



