17:14
{mosimage}
(Ingi Þór)
Nýliðar KR taka á móti toppliði Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í kvöld kl. 20:00 í DHL-Höllinni í Vesturbænum. Leikurinn verður í beinni netútsendingu á hinu öfluga KR TV. Nýliðarnir líta síður en svo út fyrir að vera nýkomnir úr 1. deild kvenna og hafa unnið hvern frækinn sigurinn af öðrum í deildinni. Síðast þegar KR og Keflavík mættust í deildinni höfðu Keflvíkingar nauman þriggja stiga sigur á heimavelli þar sem báðar þær Monique Martin og TaKesha Watson gátu ekki beitt sér af fullu krafti sökum meiðsla. Karfan.is ræddi við sjónvarsstjóra KR TV, Inga Þór Steinþórsson, um leik kvöldsins en leikur liðanna leggst vel í kappann sem á vafalítið eftir að láta stór orð falla í útsendingunni að vanda.
Hvernig leggst svo leikur nýliða KR og Keflavíkurkvenna í þig í kvöld?
Hann leggst vel í mig, ég hef séð heimaleikina hjá KR-liðinu og eru Jói og stelpurnar að gera fína hluti. Algjörlega nýtt lið sem er að pússast saman. Ég vona að Hildur verði klár í kvöld en hún hefur verið að eiga við einhver meiðsli.
Það stóð tæpt í fyrsta leiknum, er KR-liðið reiðbúið til þess að leggja Keflavík að velli?
Já, í fyrri leiknum meiddist Monique í upphafi og lék ekki vel, skotnýting beggjaliða var skelfileg en ég á von að bæði lið eigi eftir að hitta betur núna og viðfáum spennandi leik. KR-liðið á góðum degi getur sigrað Keflavík, Keflavík eru meðgott lið og þar eru stelpur sem þekkja að vinna, hugsanlega á það eftir að skiptamáli í þessum leik en ég hef fulla trú á KR-stelpunum sem hafa barist sem einn maðurí vetur.
Hver verður helsti lykillinn að KR-sigri í leiknum og hvað ber þeim helst að varast gegn Keflavík?
KR-stelpurnar hafa verið að frákasta best í vetur og því þurfa þær að halda áfram, þær þurfa að finna leið til að stöðva þriggjastigaskot Keflavíkurliðsins en þær hafa klárað sína leiki með góðri nýtingu utan af velli. KR-liðið þarf að fá toppleik frá þremur leikmönnum, Monique þarf að draga vagninn fyrir KR og verður spennandi að sjá hvernig tveir bestu útlendingarnir í kvennaboltanum eiga eftir að standa sig í kvöld.
Hvernig líst þér á Iceland Express deild kvenna það sem af er mótinu?
Mér líst vel á deildina, hún er jafnari en áður og það er akkúrat sem körfuboltinn þarf, eftir brotthvarf bestu körfuknattleikskonu landsins (Helenu Sverris) þá sér fólk allt í einu að við eigum fullt af góðum körfuboltakonum. Útlendingarnir í deildinni eru góðir og setja standardinn á deildinni í hærri hæðir sem er mjög jákvætt. Að horfa á góðan körfubolta spilaðan af góðu körfuboltafólki er það skemmtilegasta sem ég geri og hef ég haft mjög gaman að sjá tilþrif t.d. Monique í KR, hún hefur hreyfingar sem margir leikmenn í karlaboltanum eiga ekki til í vopnabúrinu. Ég vona að sem flestir mæti og sýni stelpunum þá virðingu sem þær eiga skilið, en það er að fá góða stemmningu á leikina.



