spot_img
HomeFréttirInga í Hólminn: Tveir snúa heim í karlaliðið

Inga í Hólminn: Tveir snúa heim í karlaliðið

 
Inga Muciniece mun leika með Snæfell í Iceland Express deild kvenna á næstu leiktíð en leikmaðurinn kemur frá Lettlandi og skilar stöðu miðherja með sínum 196 sentimetrum. Heimasíða Snæfells greinir frá.
Inga hefur spilað með North Carolina State skólanum í Bandaríkjunum síðustu ár en þess má geta að Inga og Martins Berkis þekkjast frá sama liði í Lettlandi en Berkis kom eins og stormsveipur inn í íslensku deildina á síðasta tímabili og var einn af sterkustu leikmönnum meistaraliðs Snæfells.
 
Aðrar fréttir af leikmannamálum í Hólminum eru þær að Magni Hafsteinsson mun ekki koma í Hólminn í vetur þar sem að staða sem hann sótti um í lögreglunni gekk ekki upp.
 
Heimastrákarnir Atli Rafn Hreinsson og Daníel Kazmi hafa verið endurheimtir frá Grundafirði og Hlíðarenda og ætla vera með Snæfelli í vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -