Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og fór fram stórleikur í Bankers Life Fieldhouse í Indianapolis þegar heimamenn í Pacers tóku á móti Miami Heat. Meistarar Miami byrjuðu vel og benti flest til sigurs þeirra framan af en heimamenn áttu öflugan þriðja leikhluta sem kom þeim á réttan kjöl og lokuðu svo leiknum 90-84.
Hinn stóri og stæðilegi Roy Hibbert var atkvæðamestur í liði Indiana með 24 stig og 5 fráköst en hjá Miami voru þeir félagar LeBron James og Dwyane Wade báðir með 17 stig. James bætti svo við 14 fráköstum og 6 stoðsendingum.
LA Lakers 108-114 Phoenix
Annar leikurinn hjá Kobe Bryant eftir endurkomuna og kallinn setti 20 stig en þrettánda leikinn í röð gerðu Suns 7 þrista eða meira (7-23) í einum leik og kláruðu dæmið 108-114 þar sem Goran Dragic gerði 31 stig í liði Suns.
Topp 10 tilþrif næturinnar
Helstu úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
NYK
![]()
94
CLE
![]()
109
W
| Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
|---|---|---|---|---|---|
| NYK | 19 | 26 | 20 | 29 | 94 |
|
|
|
|
|
||
| CLE | 31 | 17 | 33 | 28 | 109 |
| NYK | CLE | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Anthony | 29 | Irving | 37 |
| R | Anthony | 8 | Thompson | 9 |
| A | Prigioni | 9 | Irving | 11 |





