spot_img
HomeFréttirIndíana Sólveig Marquez: Ég hvet allar stelpur að fara dæma

Indíana Sólveig Marquez: Ég hvet allar stelpur að fara dæma

00:00

{mosimage}

Indíana Sólveig Marquez varð fyrsta konan til að dæma í efstu deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar hún dæmdi leik ÍS og Keflavíkur. Karfan.is spjallaði við hana eftir leikinn og tók púlsinn á henni.

Í samtali við Karfan.is sagði hún að hún hefði verið stressuð fyrst en það hafi farið úr henni þegar leikurinn hófst. ,,Ég var dálítið stressuð til að byrja með en þegar leikurinn byrjaði þá var þetta allt í lagi.”

,,Ég er mjög ánægð að vera fyrsta konan til að dæma í efstu deild. Það kom mér nú svolítið á óvart þar sem ég hélt að kona sem var að dæma hér áður fyrr hafi dæmt í efstu deild. Svo var ekki þannig að ég er mjög ánægð með þetta.” sagði Indíana eftir leikinn.

{mosimage}
(Rögnvaldur dæmdi leikinn með Indíönu)

Hún hefur verið að dæma undanfarin ár og þá aðallega hjá körlum. ,,Ég hef dæmt hjá körlum og konum en þó aðallega hjá körlunum því það eru ekki það mörg kvennalið á suðurlandinu.” Talandi um karlana, Karfan.is spurði hvort þeir koma öðruvísi fram við hana en aðra dómara. ,,Þeir eru smeykir fyrst en þegar leikurinn hefst sjá þeir að þetta er allt í lagi og leikurinn heldur áfram.”

Indíana ætlar sér að dæma næstu ár ef vel gengur og hvetur stelpur til að fara að dæma. ,,Ég stefnu nú á að dæma næstu árin ef vel gengur enda finnst mér þetta mjög gaman og ég hvet allar stelpur að fara dæma.”

mynd: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -