spot_img
HomeFréttirIndiana og Minnesota sigurvegarar á ströndunum

Indiana og Minnesota sigurvegarar á ströndunum

 
Þá er orðið ljóst hvaða átta lið eru komin áfram í úrslit í WNBA . Þau lið eru Indiana Fever, Conneticut Sun, Atlanta Dream og New York Liberty í austur riðlinum og Minnesota Lynx, Seattle Storm, Phoenix Mercury og San Antonio Silver Stars í vestur riðlinum.
Á dögunum voru það San Antonio Silver Stars og Los Angeles Sparks að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppninni. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en í fjórða leikhluta settu Silver Stars í fimmta gír og unnu leikhlutann 26-11, eftir að staðan var 56-54 fyrir Silver Stars eftir þriðja leikhlutann. Becky Hammon skoraði 17 stig af 37 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og sá til þess að Silver Stars komust í úrslitakeppnina. Silver Stars unnu 82-65 og eru komnar í úrslitakeppnina.
Indiana vann austurströndina og Minnesota vann vesturströndina og verða því með heimaleikjaréttinn svo lengi sem þau tóra í úrslitakeppninni sem lítur svona út:
 
Austur

Indiana Fever vs. Atlanta Dream
Conneticut Sun vs. New York

Vestur

Minnesota Lynx vs. San Antoni Silver Stars
Seattle Storm vs. Phoenix Mercury
 
 
Mynd/ Becky Hammon skoraði 37 stig þegar Silver Stars unnu Sparks á dögunum.
Fréttir
- Auglýsing -