spot_img
HomeFréttirIndiana jafnaði

Indiana jafnaði

Indiana Pacers jöfnuðu í nótt metin gegn Miami Heat og er staðan 2-2 í úrslitaeinvígi liðanna á Austurströnd NBA deildarinnar. Lokatölur 99-92 fyrir Indiana þar sem miðherjinn Roy Hibbert var atkvæðamestur í sigurliði Indiana með 23 stig og 12 fráköst.
 
Ótrúlegt en satt þá fékk LeBron James sex villur í leiknum og varð frá að víkja þegar mínúta lifði leiks. James var þó stigahæstur hjá Miami með 25 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem James fær sex villur og aðeins í annað sinn í úrslitakeppninni á ferli leikmannsins. Indiana voru einfaldlega sterkari á lokasprettinum og unnu fimm síðustu mínútur leiksins 13-3.
 
Fimmta viðureign liðanna fer fram á heimavelli Miami aðfararnótt næsta föstudags.
 
Topp 5 tilþrif leiksins
  
 
Mynd/ Roy Hibbert leiddi Indiana til sigurs gegn Miami í nótt
Fréttir
- Auglýsing -