spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaIllugi Steingríms í Ármann

Illugi Steingríms í Ármann

Ármenningar eru á fullu þessa dagana að safna liði fyrir komandi átök í 2. deild karla. Fyrr í kvöld var tilkynnt að Illugi Steingrímsson hefði ákveðið að söðla um og leika með liði Ármanns á komandi leiktíð.

Ármann mætir með nokkuð breytt lið til leiks en síðustu daga hafa nokkrir leikmenn gengið til liðs við Laugardalsfélagið. Arnór Hermannsson, Oddur Birnir Pétursson, Gunnar Ingi Harðarson og Skúli Gunnarsson hafa allir gengið til liðs við Ármann síðustu vikur.

Tilkynningu Ármanns má finna í heild sinni hér að neðan:

Óhætt er að segja að það sé nóg að gerast í leikmannamálum hjá meistaraflokki karla hjá félaginu. Í dag tilkynnum við að Illugi Steingrímsson hefur ákveðið að leika með liði Ármanns á komandi leiktíð.

Illugi hefur síðustu ár spilað með liði Vals í Dominos og 1. deildinni. Hann er uppalinn KRingur og var hluti af Íslandsmeistaraliðum félagsins árin 2014 og 2015. Árið 2015 gekk hann til liðs við Val sem lék þá í 1. deild. Hefur hann verið hluti af kjarna liðsins sem kom liðinu upp í efstu deild og náði að halda sætinu í deild þeirra bestu.  Illugi hefur verið í stóru hlutverki í liði Vals síðustu ár og var tímabilið 2019-2020 með 7,6 stig og 3,6 fráköst að meðaltali í Dominos deildinni. Auk þess á Illugi að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Illugi er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir lið Ármanns á komandi leiktíð en reynsla hans mun nýtast félaginu að komast á þann stað sem við viljum vera. Það er mikill heiður að fá Illuga til liðs við félagið á þessum tíma og að hann sé tilbúinn til að taka slaginn í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Við bjóðum Illuga hjartanlega velkominn í Ármann!  

Fréttir
- Auglýsing -