spot_img
HomeFréttirIllugi meiddist illa

Illugi meiddist illa

Valur leiðir 2-0 í undanúrslitum 1. deildar karla eftir öflugan 83-87 útisigur gegn Skallagrím í gærkvöldi en sigurinn kom Valsmönnum ekki að kostnaðarlausu þar sem Illugi Auðunsson meiddist illa á hné í leiknum.

Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals sagði við Karfan.is í dag að líklega væri liðband í hnéinu tognað en meira væri ekki vitað. Ágúst vonaðist til þess að Illugi kæmist í myndatöku strax á mánudag en þá er þriðji leikur Vals og Skallagríms að Hlíðarenda kl. 19:30.

 

Þegar Illugi meiddist í gær hafði hann leikið í rúmar 10 mínútur í leiknum og gert 11 stig en Illugi hefur verið með 12,8 stig og 10,1 frákast að meðaltali í leik í vetur fyrir Valsmenn. 

 

Að svo stöddu er útlit fyrir að leiktíðinni sé lokið hjá þessum öfluga leikmanni. 

Fréttir
- Auglýsing -