Shawn Faust virðist seint fá leið á íslensku ungviðinu og mun nú í sumar koma fjórða árið í röð og skerpa á og auka við boltameðferð leikmanna. Skráning hefur gengið vel og enn er hægt að bæta við hungruðum leikmönnum sem vilja bæta sinn leik.
Faust hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim fyrir námskeið sín og bætt boltameðferð jafnvel þeirra sem teljast hinir bestu í fræðunum.
Allt um námskeiðið er að finna með því að smella hér. en það er haldið dagana 18 til 20 júní í Ásgarði Garðabæ.



