spot_img
HomeFréttirIguodala með þrátt fyrir meiðsl

Iguodala með þrátt fyrir meiðsl

 

Sjöundi og síðasti leikur úrslitaeinvígis NBA deildarinnar á milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefst á miðnætti. Einhverjar vangaveltur höfðu verið uppi um hvort lítill framherji Warriors, Andre Iguodala, yrði með, en hann hefur nú gefið út að hann muni taka þátt. Andre, sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna í fyrra, spilaði 30 mínútur í síðasta leik þrátt fyrir að geta lítið beitt sér sökum bakmeiðsla. Mikið gleðiefni hljýtur þetta að vera fyrir aðdáendur Warriors, sem fyrir síðasta leik þurftu að sætta sig við það að miðherji liðsins, Andrew Bogut, yrði ekki meira með í vetur.

 

Hér eru sérfræðingar að fara yfir málin eftir síðasta leik:

Fréttir
- Auglýsing -