spot_img
HomeFréttirIgor: Verðum að vinna einn á útivelli

Igor: Verðum að vinna einn á útivelli

08:00

{mosimage}
(Igor á fjölmiðlafundinum fyrir úrslitakeppnina)

Grindavík mætir í DHL-höllina í kvöld í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna. Igor Beljanskji þjálfari Grindavíkur er brattur fyrir keppnina en lið hans verður að vinna a.m.k. einn leik á útivelli til að komast áfram. Miðað við leiki þessara liða í vetur mun það reynast erfitt þar sem allir fimm leikir þessara liða hafa unnist á heimavelli í vetur.

,,Heimavöllurinn mun skipta máli,” sagði Igor. ,,Við höfum spilað fimm leiki í vetur og allir unnist á heimavelli. Ég var að vonast eftir því að við myndum ná heimavallarréttinum í úrslitakeppninni en það gekk ekki eftir. Þannig að við verðum að vinna einn á útivelli og svo klára þetta á heimavelli.”

Vildir þú mæta KR í undanúrslitum?

,,Málið er að þetta eru fjögur bestu lið landsins og til þess að komast áfram þarf að vinna þrjá leiki og til að verða meistari þarf að vinna þrjá til viðbótar, þetta eru allt góð lið. Það hefði verið betra að hafa heimavallarréttinn en við náðum því ekki þannig að við verðum að leggja meira á okkur og vonandi reynist það nóg.”

Þú ert að þjálfa mfl. í fyrsta skipti. Er það öðruvísi tilfinning að fara í úrslitakeppnina sem þjálfari en sem leikmaður?
,,Þetta er allt öðruvísi og mig hlakkar mikið til og ég vona að stelpurnar verði tilbúnar. Okkur líkaði sigurtilfinningin eftir bikarinn og vonandi munum við upplifa það aftur.”

Grindavík mætir KR í kvöld í DHL-höllinni kl. 19:15.

Emil Örn Sigurðarson

Mynd: Emil Örn Sigurðarson

Fréttir
- Auglýsing -